top of page
Hljómbað_edited.jpg

Bandvefur.is
NÁMSKEIÐ - NUDD & VERKJAMEÐFERÐIR - TÓNHEILUN

Næstu námskeið og tímar

Minni verkir og vöðvaspenna - Betri hreyfifærni og liðleiki - Minni streita og aukin vellíðan - Bætt líkamsstaða

For - Rest

Heilsuhelgi

For - Rest  - Heilun -  Næring -  Náttúra og heilsa.

 

For - Rest í Skúlagarði í Kelduhverfi 13.-15 mars 2025 er nærandi helgi hugsuð til þess að hjálpa konum að næra bæði líkama og sál, ásamt því að gefa þeim verkfæri áfram út í hið daglega amstur. 

Skúlagarður er dásamlegur staður á Norðurlandi með einstaka náttúru sem býr yfir miklum kröftum.  Þessa helgi ætla ég að deila með ykkur töfrum tónheilunar, hugleiðslu, sjálfsnuddi og yin teygjum. Eftir helgina hefur þú fengið innsýn inn í hvernig þú getur hlúð betur að þér líkamlega , róað taugakerfið og hugað að andlegri heilsu. 

Langar þig að eiga stund með sjálfri þér? Hitta aðrar konur sem eru á sömu vegferð? Viltu tengjast náttúrunni og sækist þú eftir  frið og ró ? 


 

Hótel Skúlagarður

IMG_5864_edited_edited.jpg

Tónheilun / Hljóðbað

„Hljóð hefur mátt til að græða sár sem orð ná ekki til.“
Tónheilun er einstaklega góð fyrir þá sem vilja ná djúpri slökun í kyrrð og ró. Tónheilun styrkir og róar taugakerfið, hefur góð áhrif á blóðrásina og bætir svefn.  Ákveðnir tónar og taktar geta virkjað parasympatíska taugakerfið, eða „hvíldar-og-meltingar“ stillingu líkamans. Í litlum rannsóknum hefur Tónheilun verið tengd við lægra magn kortisóls (lykilstreituhormón) og bætta hjartsláttartíðni (sem er vísir um hversu vel líkaminn jafnar sig eftir streitu).
23_edited_edited.jpg

Nuddmeðferðir

Bandvefslosun - Djúpvöðvanudd - Slökunarnudd - Meðgöngunudd

Um Bandvef.is

Markmið mitt er að kenna þá þekkingu og aðferðir sem ég hef þróað til að meðhöndla verki í stoðkerfinu, hvort sem það eru áverkar eftir slys, vefjagigt, slitgit eða streita.

Með því að fá verkfæri  í kistuna sína sem að geta stuðlað að bættri líðan þá  aukum lífsgæði  okkar og hamingju.

Each morning we are born again. What we do today is what matters most.” – Buddha

bottom of page