top of page
Hvernig fer tíminn fram ?
Tími í tónheilun fer þannig fram að þú liggur á þykkri jógadýnu, með teppi og púða. Best er að vera í þægilegum fötum, sem þrengja ekki að, hafa góða sokka og peysu, til að vera nógu hlýtt. Hver tími er yfirleitt um 70-75 mínútur (allur búnaður er á staðnum).
Tíminn byrjar á öndunaræfingum og stuttri hugleiðslu til að róa hugann og ná góðri slökun. Í tímanum er notast við Kristal söngskálar, regnstaf , wind chime og ofl. lítil hljóðfæri. Tónarnir eru róandi og hjálpa þér að komast inn í djúpa slökun.
Hljóðheilun er einstaklega góð fyrir þá sem vilja ná djúpri slökun í kyrrð og ró. Hljóðheilun getur styrkt taugakerfið, haft góð áhrif á blóðrásina og svefngæði.
Mesta slökunin næst í liggjandi stöðu en ég býð einnig upp á sitjandi viðburði, til dæmis fyrir vinnustaði og hópa.

Hvað er Tónheilun / Hljóðbað
Tónheilun/Hljóðbað eru tímar þar sem unnið er með tóna og tíðni til að kalla fram djúpslökun í líkamanum. Tónheilun hjálpar til við að hægja á hjartslætti, slaka á vöðvum og draga úr streitu ásamt því að núllstilla taugakerfið. Tónheilun getur einnig hjálpað til við að koma jafnvægi á orkustöðvar líkamans.
Tónheilun/Hljóðbað getur hjálpað til við að róa taugakerfið. Ákveðnir tónar og taktar geta virkjað parasympatíska taugakerfið, eða „hvíldar-og-meltingar“ stillingu líkamans. Tónheilun hefur verið tengd við lægra magn kortisóls (lykilstreituhormón) og bætta hjartsláttartíðni (sem er vísir um hversu vel líkaminn jafnar sig eftir streitu).
Tónheilun/Hljóðbað virðist vera nýtt hugtak þó er iðkunin að lækna/heila líkama með hljóði tæknilega séð þúsundir ára gömul og á djúpar rætur að rekja til menningarheima um allan heim.
Fólk upplifir Tónheilun/Hljóðbað á mismunandi máta. Sumir finna fyrir mikilli slökun og öryggi, aðrir tala um að það hafi allt hreinsast upp í höfðinu eins og í Tetrisspili og enn aðrir sjá liti. Algengt getur verið að tilfinningar komi upp sem líkaminn þarf að losa út, getur það brotist út með grát eða eins og spennu á ákveðnu svæði þar sem mein er. Hver og ein upplifun er sérstök og fer eftir ásetningi ferðalagsins hverju sinni.
„Tónheilun færir líkamanum sátt og samlyndi, sem gerir hana að áhrifaríku tæki til slökunar og streitulosunar.“


















bottom of page

