
For - Rest
Skúlagarður - Helgar retreat
For - Rest
Náttúra - Næring - Heilun - Heilsa
Verð & dagskrá
Gisting 2 nætur
2x Morgunverður
2x Hádegisverður
2x Kvöldverður
1x Síðdegsihressing
Bakkaböð
Öll kennsla
Vinnuhefti
Innifalið
Gisting í 2ja manna herbergi..........kr.70.000
Gisting í einstaklingsherbergi........kr.83.000
Þátttaka án gistingar m/mat...........kr.55.000
Staðfestingargjald kr.20.000
Hægt er að skipta greiðslum í 2 eða 3 hluta.
Einnig er hægt að greiða með kredidkorti.
Dagskrá
Föstudagur
Kl. 17:00 – 19:00
Mæting í Skúlagarð, innritun á herbergi.
19:00 Léttur kvöldverður
20:30 Kynning á dagskrá, hugleiðsluhringur og markmið sett fyrir helgina.
21:00 Te, öndunaræfingar, Yin yoga, hljóðbað með kristalskálum.
Laugardagur
8:45 Ljúft morgunjóga með áherslu á liðleika og opnun á orkuflæði fyrir daginn.
9:30 Morgunverður
10:30 Sjálfsnudd með mjúkum boltum, lærðu að losa um helstu spennusvæði líkamans með nuddboltum.
12:00 Hádegismatur
13:00- Léttur göngutúr, tengjumst náttúrunni og fyllum okkur af orku frá Ásbyrgi*
14:30-17:00 Bakkaböðin á Kópaskeri*
18:30 Kvöldmatur
20:30 Te, fræðslumolar, dregin spil, varðeldur ef veður leyfir, og jafnvel fáum við að upplifa norðurljósin, leidd hugleiðsla og hljóðbað með kristalskálum*
Sunnudagur
9:00 Morgunmatur
9:45 Ljúft morgunjóga / Fræðsla um leiðir að bættri líðan.
11:15 Göngutúr í nágrenni Skúlagarðs*
12:30 Hádegismatur
Dagskrárlok áætluð á sunnudag kl. 14:00
*Dagskrá getur breyst með tilliti til veðurs.

Allur yogabúnaður, dýnur, boltar, púðar og teppi verða að sjálfsögðu á staðnum.Nuddboltar verða seldir á staðnum fyrir þá sem vilja taka með heim.
For - Rest er retreat helgi í Skúlagarði á norðurlandi-eysta helgina 13-15 .mars 2026. Þessi helgi er hugsuð til þess að veita konum tækifæri á að næra bæði líkama og sál. Helgi sem er hugsuð til þess að núllstilla sjálfan sig og ná sér í verkfæri til að taka áfram með út í lífið og hið daglega amstur. Þessa helgi förum við í hvernig við getum tæklað streituna og álagið þegar það bankar á dyrnar, lærum hvernig öndun hjálpar okkur að róa taugakerfið og hvernig nuddboltar og Yin yoga getur losað um streitu og spennu í bandvef. Mikil áhersla verður lögð á hljóðböð/tónheilun og nýtum við okkur eiginleika og töfra kristalskála til að ná fram djúpri slökun og upplifa áhrif hljóðbylgna á líkama og sál.
Skúlagarður er einstakur staður á Norðurlandi eystra sem býr yfir náttúrufegurð, sjarma og einstakri orku. Skúlagarður er gamla félagsheimili Keldhverfunga í Norður Þingeyjarsýslu. Líkt og mörg önnur gömul og falleg félagsheimili hefur Skúlagarður fengið nýtt hlutverk sem hótel og veitingastaður. Skúlagarður stendur á einstaklega fallegum stað á bökkum Litlu ár sem er sérstæð á landsvísu því í hana rennur heitt vatn árið um kring.
Um kennarann
Þessa helgi ætlar Tinna Arnar að leiða þátttakendur í gegnum nærandi ferðalag sem heldur áfram að gefa eftir helgina. Tinna er jógakennari, nuddari, bókari, ÍAK þjálfari og hefur kennt ótal hóptíma síðustu 20 árin, hjólatímar, hotfit, teygjutíma og yogatíma. Síðustu 7 árin hefur hún einbeitt sér að tímum sem vinna til jafns við andlega heilsu og líkamlega. Hún hefur staðið að þremur yogaferðum, Þingeyri 2023, Túnis 2023 og 2024. Tinna leggur áherslu á að valdefla konur á sama tíma og sýna þeim hversu gott það er að fara inn á við og ná slökun. Þessa helgi deilir hún með ykkur töfrum tónheilunar ásamt öllum þeim trixum sem hún hefur viðað að sér í gegnum árin.
Ef þú ert á tímamótum, ef þér langar að eiga stund með sjálfri/sjálfum þér, hitta aðra sem eru á sömu vegferð, upplifa heilunarmátt náttúrunnar, ná innri frið og ró og einfaldlega tengjast sjálfri þér betur þá skaltu fjárfesta í helgarferð í For - Rest.
















