Sagan mín
Ég heiti Tinna, Arnardóttir og er ég er orkubolti með óbilandi áhuga á öllu sem við kemur heilsu. Frá því 2007 hef ég unnið við einkaþjálfun, hóptímakennslu og heilsuráðgjöf ásamt því að vera vinna við bókhald. Á árinu 2018 lenti ég í alvarlegu slysi á hné sem hafði þær afleiðingar að stoðkerfið hrundi ásamt því að ég þurfti að eiga við króníska taugaverki. Við tók löng endurhæfing þar sem ég fór að leita mér leiða til að vinna með verki og minnka þá. Eftir að hafa prófað yinyoga fann ég að þarna var eitthvað sem var að virka. Ég fór því í kennaranám í Yin Yoga og þaðan til Bretlands í nuddnám og nám í Myofascial release (MFR) sem mætti útleggjast á íslensku sem bandvefslosun. Eftir að hafa gert ýmsar tilraunir á sjálfri mér hvernig best væri að losa um spennu og verki varð til æfingakerfi með því besta úr Yinyoga, Pilates, MFR og nuddnáminu sem stuðlar að því styrkja djúpvöðva kviðsins og mjaðmir, auka liðleika, losa um spennu í bandvefnum, minnka verki og róa hugann. Árið 2020 lenti ég í háorkuárekstri og hjálpaði þetta æfingakerfi mér að lágmarka þá verki í stoðkerfinu sem ég hlaut í kjölfarið. Markmið mitt er að kenna þá þekkingu og aðferðir sem ég hef þróað til að meðhöndla verki í stoðkerfinu, hvort sem það eru áverkar eftir slys, vefjagigt, slitgit eða streitu. Með því að fá verkfæri í kistuna sem geta stuðlað að bættri líðan þá aukum við lífsgæði okkar og hamingju. Ég býð upp á lokuð námskeið sem vinna út frá þessu æfingakerfi. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðin eru ekki eingöngu fyrir verkjapésa eins og mig heldur alla þá sem vilja losa um spennu, ná meiri liðleika og almennri betri líðan.

Menntun
2012 ÍAK einþjálfari 2013 Foamflex kennararéttindi 2013 Fit Pilates kennararéttindi 2017 Viðurkenndur bókari 2019 Yinyoga kennararéttindi 2020 Advanced Myofascial release 2020 Deep tissue massage 2020 Triggerpoint therapy 2020 Swedish Massage 2020 The Jing Method Hip and pelvis pain 2020 The Jing Method Leg, knee and foot pain 2020 The Jing Method Low back pain 2020 The Jing Method Neck and shoulder pain 2020 The Jing Method stretches 2021 Roll model method /Happy hips kennararéttindi 2021 Stretch academy 2023 Yoga Nidra kennararéttindi Karma Jógastúdíó 2023 200 tíma Yoganám - Karma Jógastúdíó 2023 Gong grunnur 2023 Stólayoga 2023 Meðgönguyoga
